Glymur við í hamrahöll
Útlit
Glymur við í hamrahöll
Höfundur: Benedikt Gröndal
Höfundur: Benedikt Gröndal
Textinn er hér fenginn frá vef héraðsskjalasafns Skagfirðinga og er þar fenginn úr Vísnasafni Sigurðar J. Gíslasonar sem varðveitt er í safninu.
- Glymur við í hamrahöll.
- Hleypum upp á Möðruvöll.
- Þar er hvorki þras né vín.
- Þar er rektor Hjaltalín.
- Þar er arg og þar er garg.
- Þar er Tryggvi og bankabygg.
- Anna gamla fer í fjós.
- Fuglinn grætur, syngur rós.