Fara í innihald

Grýlukvæði séra Guðmundar Erlendssonar

Úr Wikiheimild

Snið:Header

Hér er komin Grýla
og gægist um hól.
Hún mun vilja hvíla
sig hér um öll jól.
Hún mun vilja hvíla sig,
því hér eru börn;
hún er grá um hálsinn
og hlakkar eins og örn.
Hún er grá um hálsinn
og hleypur ofan í fjós,
hún vill ekki horfa í
það hátíða ljós.
Hún vill ekki heyra
þann hátíðasöng;
kvartar hún um ketleysi
og kveðst vera svöng.