Heimskringla/Ólafs saga Tryggvasonar/91
Útlit
Sveinn Danakonungur tjúguskegg átti Gunnhildi dóttur Búrisláfs Vindakonungs. En í þenna tíma sem nú var áður frá sagt var þá það til tíðinda að Gunnhildur drottning tók sótt og andaðist.
En litlu síðar fékk Sveinn konungur Sigríðar hinnar stórráðu, dóttur Sköglar-Tósta, móður Ólafs hins sænska Svíakonungs. Tókst þar þá með tengdum konunga kærleikur og með öllum þeim Eiríki jarli Hákonarsyni.