Heimskringla/Ólafs saga Tryggvasonar/96

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Ólafur konungur sendi og það sama vor Leif Eiríksson til Grænlands að boða þar kristni og fór hann það sumar til Grænlands. Hann tók í hafi skipsögn þeirra manna er þá voru ófærir og lágu á skipsflaki og þá fann hann Vínland hið góða og kom um sumarið til Grænlands og hafði þannug með sér prest og kennimenn og fór til vistar í Brattahlíð til Eiríks föður síns. Menn kölluðu hann síðan Leif hinn heppna.

En Eiríkur faðir hans sagði að það var samskulda er Leifur hafði borgið skipsögn manna og það er hann hafði flutt skémanninn til Grænlands. Það var presturinn.