Heimskringla/Ólafs saga helga/159

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search


Ólafur konungur byrjar ferð sína, fór fyrst upp um Smálönd og kom fram í Vestra-Gautland, fór spaklega og friðsamlega en landsmenn veittu þeim góðan forbeina. Fór konungur til þess er hann kom ofan í Víkina og svo norður eftir Víkinni til þess er hann kom í Sarpsborg. Dvaldist hann þá þar og lét þá þar búa til vetursetu. Gaf konungur þá heimleyfi mestum hluta liðsins en hafði með sér það af lendum mönnum er honum sýndist. Þar voru með honum allir synir Árna Armóðssonar. Voru þeir mest virðir af konungi.

Þá kom til Ólafs konungs Gellir Þorkelsson og hafði komið áður um sumarið af Íslandi svo sem fyrr var ritið.