Heimskringla/Ólafs saga helga/16

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search


En hið þriðja vor andaðist Aðalráður konungur. Tóku þá konungdóm synir hans, Játmundur og Játvarður.

Þá fór Ólafur konungur suður um sjá og þá barðist hann í Hringsfirði og vann kastala á Hólunum er víkingar sátu í. Hann braut kastalann.

Svo segir Sighvatur skáld:

Tugr var fullr í fögrum
fólkveggs drifahreggi,
hélt sem hilmir mælti,
Hringsfirði, lið þingað.
Ból lét hann á Hóli
hátt, víkingar áttu,
þeir báðut sér síðan
slíks skotnaðar, brotna.