Heimskringla/Ólafs saga helga/19

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search


Af þeirri vitran sneri hann aftur ferðinni og lagðist við Peituland og herjaði þar og brenndi þar kaupstað þann er Varrandi hét.

Þess getur Óttar:

Náðuð ungr að eyða,
ógnteitr jöfur, Peitu.
Reynduð, ræsir, steinda
rönd á Túskalandi.

Og enn segir Sighvatur svo:

Málms vann, Mæra hilmir,
munnrjóðr, er kom sunnan,
gagn, þar er gamlir sprungu
geirar, upp að Leiru.
Varð fyr víga Njörðum
Varrandi, sjá fjarri,
brenndr, á byggðu landi,
bær heitir svo, Peitu.