Heimskringla/Ólafs saga helga/19

Úr Wikiheimild

Af þeirri vitran sneri hann aftur ferðinni og lagðist við Peituland og herjaði þar og brenndi þar kaupstað þann er Varrandi hét.

Þess getur Óttar:

Náðuð ungr að eyða,
ógnteitr jöfur, Peitu.
Reynduð, ræsir, steinda
rönd á Túskalandi.

Og enn segir Sighvatur svo:

Málms vann, Mæra hilmir,
munnrjóðr, er kom sunnan,
gagn, þar er gamlir sprungu
geirar, upp að Leiru.
Varð fyr víga Njörðum
Varrandi, sjá fjarri,
brenndr, á byggðu landi,
bær heitir svo, Peitu.