Heimskringla/Ólafs saga helga/25
Útlit
Eiríkur kom á England til fundar við Knút konung og var með honum þá er hann vann Lundúnaborg. Eiríkur jarl barðist fyrir vestan Lundúnaborg. Þar felldi hann Úlfkel snilling.
Svo segir Þórður:
- Gullkennir lét gunni
- græðis hests, fyr vestan,
- Þundr vó leyfðr til landa,
- Lundún, saman bundið.
- Fékk, regn Þorins rekka
- rann, of þingamönnum,
- ýgleg högg þar er eggjar,
- Ulfkell, blár skulfu.
Eiríkur jarl var á Englandi einn vetur og átti nokkurar orustur. En annað haust eftir ætlaði hann til Rúmferðar. Þá andaðist hann af blóðláti þar á Englandi.