Heimskringla/Ólafs saga helga/3

Úr Wikiheimild

Ólafur Haraldsson, er hann óx upp, var ekki hár, meðalmaður og allþreklegur, sterkur að afli, ljósjarpur á hár, breiðleitur, ljós og rjóður í andliti, eygður forkunnarvel, fagureygur og snareygur svo að ótti var að sjá í augu honum ef hann var reiður. Ólafur var íþróttamaður mikill um marga hluti, kunni vel við boga og syndur vel, skaut manna best handskoti, hagur og sjónhannar um smíðir allar hvort er hann gerði eða aðrir menn. Hann var kallaður Ólafur digri. Var hann djarfur og snjallur í máli, bráðger að öllum þroska, bæði afli og visku, og hugþekkur var hann öllum frændum sínum og kunnmönnum, kappsamur í leikum og vildi fyrir vera öllum öðrum sem vera átti fyrir tignar sakir hans og burða.