Heimskringla/Ólafs saga helga/47

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search


Þá hélt Ólafur konungur sínu liði út eftir Víkinni. Var þá skammt í milli þeirra. Vissu þá hvorir til annarra laugardag fyrir pálmsunnudag.

Ólafur konungur hafði það skip er kallað var Karlhöfði. Þar var á framstafni skorið konungshöfuð. Hann sjálfur hafði það skorið. Það höfuð var lengi síðan haft í Noregi á skipum þeim er höfðingjar stýrðu.