Heimskringla/Ólafs saga helga/55

Úr Wikiheimild

Sveinn jarl fór með lið sitt austur í Garðaríki og herjaði þar. Dvaldist hann þar um sumarið en er haustaði sneri hann aftur liði sínu til Svíþjóðar. Þá fékk hann sótt þá er hann leiddi til bana.

Eftir andlát jarls fór lið það er honum hafði fylgt aftur til Svíþjóðar en sumir sneru til Helsingjalands og þaðan til Jamtalands og þá austan um Kjöl til Þrándheims og segja þeir þau tíðindi er gerst höfðu í ferð þeirra. Var þá sannspurt andlát Sveins jarls.