Heimskringla/Haraldar saga hárfagra/21

Úr Wikiheimild

Haraldur konungur var nú einvaldi orðinn alls Noregs. Þá minntist hann þess er mærin sú hin mikilláta hafði mælt til hans. Hann sendi þá menn eftir henni og lét hana hafa til sín og lagði hana hjá sér. Þessi voru börn þeirra: Ólöf var elst, þá var Hrærekur, þá Sigtryggur, Fróði og Þorgils.