Heimskringla/Haralds saga Sigurðarsonar/17

Úr Wikiheimild

Þann vetur gifti Jarisleifur konungur dóttur sína Haraldi. Sú hét Elísabet. Þá kalla Norðmenn Ellisif

Þetta tjáir Stúfur blindi:

Mægð gat allvaldr Egða,
ógnar mildr, þá er vildi.
Gulls tók gumna spjalli
gnótt og bragnings dóttur.

En að vori byrjaði hann ferð sína úr Hólmgarði og fór um vorið til Aldeigjuborgar, fékk sér þar skip og sigldi austan um sumarið, sneri fyrst til Svíþjóðar og lagði til Sigtúna.

Svo segir Valgarður á Velli:

Skaustu und farm hinn fríðsta,
frami veitist þér, beiti,
farðir gull úr Görðum
grunlaust, Haraldr, austan.
Stýrðir hvatt í hörðu,
hvardyggr jöfur, glyggvi,
sáttu þá er sjádrif létti,
Sigtún, en skip hnigðu.