Heimskringla/Saga Inga konungs og bræðra hans/15
Útlit
Heimskringla - Saga Inga konungs og bræðra hans
Höfundur: Snorri Sturluson
15. Upphaf Eysteins konungs Haraldssonar
Höfundur: Snorri Sturluson
15. Upphaf Eysteins konungs Haraldssonar
Eysteinn konungur Haraldsson var þá inn í Þrándheimi er hann spurði fall Óttars og stefndi til sín bóndaliði. Hann fór út til bæjar og varð allfjölmennur. En frændur Óttars og aðrir vinir kenndu ráðin mest Sigurði konungi en hann var þá í Kaupangi og voru bændur mjög geystir á hendur honum. En hann bauð fyrir sig skírslur og festi járnburð að svo skyldi sanna mál hans og varð það að sætt. Fór Sigurður konungur eftir það suður í land og urðu þessar skírslur aldregi af höndum greiddar.