Heimskringla/Ynglinga saga/44

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Hálfdan hvítbeinn var konungur ríkur. Hann átti Ásu dóttur Eysteins hins harðráða Upplendingakonungs. Hann réð fyrir Heiðmörk. Þau Hálfdan áttu tvo sonu, Eystein og Guðröð. Hálfdan eignaðist mikið af Heiðmörk og Þótn og Haðaland og mikið af Vestfold. Hann varð gamall maður. Hann varð sóttdauður á Þótni og var síðan fluttur út á Vestfold og heygður þar sem heitir Skæreið í Skíringssal.

Svo segir Þjóðólfur:

Það frá hver,
að Hálfdanar
sökkmiðlendr
sakna skyldu,
og hallvarps
hlífi-Nauma
þjóðkonung
á Þótni tók.
Og Skæreið
í Skíringssal
of brynjálfs
beinum drúpir.