Fara í innihald

Heimskringla/Ynglinga saga/47

Úr Wikiheimild
Heimskringla - Ynglinga saga
Höfundur: Snorri Sturluson
47. Dauði Hálfdanar konungs

Hálfdan hét sonur Eysteins konungs er konungdóm tók eftir hann. Hann var kallaður Hálfdan hinn mildi og hinn matarilli. Svo er sagt að hann gaf þar í mála mönnum sínum jafnmarga gullpeninga sem aðrir konungar silfurpeninga en hann svelti menn að mat. Hann var hermaður mikill og var löngum í víkingu og fékk sér fjár. Hann átti Hlíf dóttur Dags konungs af Vestmörum. Holtar á Vestfold var höfuðbær hans. Þar varð hann sóttdauður og er hann heygður á Borró.

Svo segir Þjóðólfur:

Og til þings
þriðja jöfri
Hveðrungs mær
úr heimi bauð,
þá er Hálfdan
sá er á holti bjó,
norna dóms
um notið hafði.
Og buðlung
á Borrói
sigrhafendr
síðan fálu.