Heyrði ég í hamrinum
Útlit
Heyrði ég í hamrinum er gömul íslensk þula.
- Heyrði ég í hamrinum
- hátt var látið,
- sárt var grátið.
- Búkonan dillaði
- börnunum öllum:
- Ingunni, Kingunni,
- Jórunni, Þórunni,
- Aðalvarði í Ormagarði,
- Eiríki og Sveini
- sem dillaði undir steini.
- Ekki heiti ég Eiríkur
- Þó að ég sé það nefndur.
- Ég er sonur Sylgju
- sem bar mig undan Bylgju.
- Bylgjan og báran
- brutu mínar árar.
- Lambið beit í fingurinn minn
- og skórinn datt í árgil.
- Standa þær upp á stokkunum
- og standa ofan á bjórunum.
- Hvað myndu mínir
- frændur segja?
- Hringur var Hreiðarsson
- Hreiðar var Garðsson.
- Garður Gunnarsson
- Gunnar var Refsson.
- Refur Ráðfinnsson,
- Ráðfinnur Kollsson.
- Kolur Kjalvarðarson
- Kjalvarður Bjórsson.
- Bjór Brettingsson,
- Brettingur Hakason.
- Haki var Óðinsson,
- Óðins hins illa.
- Allra trölla faðirinn.
- Sá er versti maðurinn
- sem í hellirinum bjó.
- Hann fór til kinda
- og kom aldrei aftur.