Fara í innihald

Heyrði ég í hamrinum

Úr Wikiheimild

Heyrði ég í hamrinum er gömul íslensk þula.

Heyrði ég í hamrinum
hátt var látið,
sárt var grátið.
Búkonan dillaði
börnunum öllum:
Ingunni, Kingunni,
Jórunni, Þórunni,
Aðalvarði í Ormagarði,
Eiríki og Sveini
sem dillaði undir steini.
Ekki heiti ég Eiríkur
Þó að ég sé það nefndur.
Ég er sonur Sylgju
sem bar mig undan Bylgju.
Bylgjan og báran
brutu mínar árar.
Lambið beit í fingurinn minn
og skórinn datt í árgil.
Standa þær upp á stokkunum
og standa ofan á bjórunum.
Hvað myndu mínir
frændur segja?
Hringur var Hreiðarsson
Hreiðar var Garðsson.
Garður Gunnarsson
Gunnar var Refsson.
Refur Ráðfinnsson,
Ráðfinnur Kollsson.
Kolur Kjalvarðarson
Kjalvarður Bjórsson.
Bjór Brettingsson,
Brettingur Hakason.
Haki var Óðinsson,
Óðins hins illa.
Allra trölla faðirinn.
Sá er versti maðurinn
sem í hellirinum bjó.
Hann fór til kinda
og kom aldrei aftur.