Hjálp:Nýjar myndir

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Skönnun / Nýir textar Ljóslestur Villulestur Nýjar myndir Ítenging

Við villulestur finnur þú stundum myndir sem þarf að bæta við bókina. Hérna á eftir eru leiðbeiningar til að fá mynd í sem bestu gæðum, hvernig eigi að hlaða henni inn og setja hana í bókina.

Sækja/Búa til mynd í háum gæðum[breyta]

Fyrst þurfum við að búa til myndaskrá.

Internet Archive og eigin skrár[breyta]

Fyrir bækur sem þú hefur skannað sjálfur er best fyrir þig að nota myndaskránna sem þú fékkst fyrir viðkomandi blaðsíðu við það að skanna hana. Þú klippir hana síðan til með myndvinnsluforriti og hleður inn með c:Special:UploadWizard. Á sama hátt ef bókin er frá Internet Archive er best að sækja jpeg skrá blaðsíðunnar.

 1. Ef þú ferð aftur á síðu bókarinnar hjá Internet Archive, þá sérðu aftur gráa kassann hægra megin.
 2. Í þeim kassa ýttu á "show all" neðst í kassanum.
 3. Þá færð þú upp lista af skrám. Leitaðu að skrá sem endar á "jp2.zip" eða "jp2.tar" og smelltu á "View contents".
 4. Sóttu síðan "jpg" útgáfu blaðsíðunnar sem þér vantar.
 5. Ef myndin nær ekki yfir alla síðuna, notaðu þá myndvinnsluforrit til að klippa hana til.
 6. Að lokum hladdu myndinni inn með c:Special:UploadWizard. Upphlöðunar ferlið mun í endann gefa þér kóða sem þú getur notað til að sýna myndina á síðunni.


Google books og landsbókasafn[breyta]

Fyrir PDF skrár frá Google Books og landsbókasafni eru tveir möguleikar. Sá fyrri er einfaldari en virkar eingöngu fyrir myndir sem ná yfir alla síðuna.

Heilsíðu myndir[breyta]

Fyrir heilsíðu myndir getur þú notast við kóðann {{hrá mynd|{{subst:PAGENAME}}}} á þá blaðsíðu sem myndin er á. Sniðið skilar óþjappaðri mynd á síðuna.

Minni myndir[breyta]

Fyrir minni myndir er best að breyta þeim yfir í myndaskrá. DjVu skrár, til dæmis frá Internet Archive, geyma myndir í lélegum gæðum sem stafar af því að þjöppunin í DjVu er mjög mikil og einnig er þjöppuninn sérstaklega ætluð fyrir texta. Þegar þú býrð til myndaskrár frá Internet Archive notaðu alltaf PDF.

Windows: Sæktu Nitro PDF Reader. Í því forriti er valmöguleiki til að afrita allar myndirnar úr PDF skjali.

Linux: Sæktu Evince. Evince gerir þér kleift að hægri smella á myndina og vista hana.

 • Einnig er hægt að nota toollabs:croptool. Það gerir þér kleift að skera mynd frá okkar vefsvæði. Það þarf að klippa hverja mynd sér, en tólið sér um allar upplýsingar við það að hala myndinni inn.

Hlaða myndinni inn[breyta]

Skránni er hlaðið inn á sameiginleigan myndagrunn, Wikimedia commons, sem wikiheimild og systurverkefni hennar nota. Myndir úr bókum falla úr höfundarétti á sama tíma og undir sömu skilyrðum og bókin sjálf. Hladdu myndinni inn með lýsandi skráarnafni, ítarlegum upplýsingum um myndina, uppruna og höfund.

Innsetning mynda[breyta]

Til þess að setja inn mynd farðu fyrst á síðuna þar sem myndin á að fara á og smelltu á "breyta"-flipann. Næst smellir þú á myndahnappinn Bæta við mynd. Þá færð þú upp valmynd með eftirfarandi möguleikum:

 • Skráarnafn er titill myndarinnar
 • Í myndlýsingu er myndinni lýst í samhengi við það sem kemur fram í texta greinarinnar
 • Stærð segir til um hversu stór myndin á að birtast í dílum.
 • Jöfnun segir til um hvar myndin á að vera, hægra megin, vinstra megin eða í miðjunni.
 • Snið gefur upp fjóra möguleika.
  • Thumbnail býr til smámynd og sýnir myndlýsingu.
  • Framed virkjar ramma utan um myndina án myndlýsingar og birtir myndina í fullri stærð.
  • Frameless býr til smámynd en hefur engann ramma, né myndlýsingu.

Fylltu út þessa möguleika svo hún líti svipað út og í bókinni sjálfri. Smelltu á "Vista" þegar þú ert sátt/ur við útkomuna.