Kýraugastaðasamþykkt

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
villa í sniði: ekki fjarlægja auðar breytur (sjá nánar í skjölun sniðs.)
Kýraugastaðasamþykkt
höfundur Oddur Einarsson
Kýraugastaðasamþykkt var samþykkt sem gerð var á prestastefnu presta í Skálholtsbiskupsdæmi 19. maí 1592 sem undirbúningur fyrir prestastefnu á Alþingi sama sumar. Í samþykktinni er vikið að banni við hvers kyns forneskju, siðum og skemmtunum sem þóttu stríða gegn réttum sið. Þessi texti er tekinn upp úr Alþingisbókum Íslands II, s. 255-257, og er þar hafður eftir Skjalabók Landsskjalasafnsins bl. 131-132, ritað um 1600.
Wikipedia merkið
Wikipedia merkið
Á Wikipediu er umfjöllun um Kýraugastaðasamþykkt.

Anno 1592 þann 19. maij á Kýraugastaudum í Landmannahrepp war þetta samtekid oc samþýckt af herra Oddi Einarssyni og þeim sem hann liet þangat fyrer sig kalla.

 1. Wm sera Jon í WestmannaEyum og adra wanfæra prestmenn ad stadfastliga mætti halldast su gamla samþýckt wm þeirra wpphelldi aa þeim rijkustu staudum sem þar hafa werid til tekner.
 2. Wm Eckiurnar sem missa sijna presta ad þær megi hafa nauckur not af staudunum næsta ar ef þær bidiast þess oc hafi þær menning til. Enn þær sem huorki treysta sier til ad hafa stadinn nie hallda capellaninn þær eru þar fra.
 3. Jtem ad hionin skilie ecki þo þeim sie þad badum viliugt wtan j hæstu naudsynium.
 4. Jtem wm sakafolk ad þad takist ecki til aflausnar sem hardsuijrad er oc jdrunarlaust þo syslumadurinn hafi med þui skrifad fýr en þad hefur nauckra christiliga trunadaraudmýckt og epterleitni. Jtem þar sem syslumadurinn edur þeira wmbodzmenn forsoma ad giaura sijna skýlldu hvort þadd er wm lijkamliga refsing edur annad þa wirdist ouidurkuæmiligt ad lata eina riett jdrandi manneskiu þess giallda suo ad aflausnin dragist þar fyrer wndan suo framt sem sa hinn brotligi hefur syslumanninn fundit oc bodit sig til skýlldugrar hlydni.
 5. Jtem þa sem fara med kukl. taufra oc runer suo sem ristingar oc adrar allskonar særingar oc kueisublaud. straffist af prestinum epter ordinantiunni oc setiest af sacramentinu ef þeir wilia ecki giaura ad þrimur christiligum aminningum oc ecki sijdur þeir sem þetta girnast af audrum þui oss wirtist þuilijku fylgia stor Gudlaustun.
 6. Jtem fyrerbiodi prestaner hestaþijng. waukunætur oc smalabusreider aa helgum daugum huort þad skier nott edur dag. Enn dýrfist nauckur ad fara aa þuilijkar samkomur oc finnist þar nauckur sa sem ecki hefur heýrt adur Gudz ord aa þeim deigi þa skal hann klagast fyrer sýslumanninum. Jtem skulu presta(r)ner warast ad giaura nauckud ad þessari gledi helldur hepta slijkan osoma suo sem þeim er maugulegt.
 7. Jtem ad bænadagar halldist þrijr aa hueriu are. sa fýrsti miduikudaginn næstan epter krossmessu aa haustin. annar aa sialfa Palsmessu aa weturinn. þridie aa miduikudaginn næstan epter krossmessu aa worin. Endra nær skulu prestaner min(n)ast ad hegda sijnum bænum epter þui sem naudsýn krefur.
 8. Þeir sem forsoma ad witia sinnar soknarkirkiu tilheýriliga sieu wppskrifader ecki sijdur winnufolkid enn forradamenni(r)ner oc sieu klagader fyrer syslumanninum og sie giaurt wid þa epter Pals Stijgssonar brefi. Enn þeir sem ecki wilia læra sinn chatechismum eda nauckud wr predikuninni oc annan christiligan lærdom oc þær spurningar sem wiuijkia þeirra saluhialp elligar og kunna suar at giefa til annara haufudgreina lærdomsins halldist fra sacramentinu til þess þeir betra sic. þo skulu presta(r)ner j alla stadi minnast ad fara ad wid sijna tilheýrendur med allri lijnkind sierliga wid þa sem weluiliader eru.
 9. Sierhuer prestur gangi fyrer þui ad haufd sie christilig rækt aa þeim fatæku fýrst j andligum efnum ad fræda alþýduna riett christiliga suo loksins afleggist allar gamlar droslur. bæner. oc signingar enn jdkist einfalldliga þad sem gott oc Gudligt er. Og j audru lægi lijkamliga biaurg oc atuinnu ad bædi sie tijundat riett j sueitunum wegna fatækra oc lagdar matgiafer hinum þurftugu enn wtrýmder oþarfer letingjar epter kongsins brefi. Jtem ad prestaner afýsi buendurnar aa almenniligar aulmusugiaurder aa þeim bænardeigi sem halldinn er aa haustin suo sierhuer giauri nauckud til fram yfer skyllduna epter þui sem Gud skýtur þeim j hug.
 10. Jtem ad prestaner teikni wpp naufn þeira fatækra sem þeir þionusta suo þeir wesalijngar kunni ad bera þad fyrer sig oc syna þad annarstadar þar þeir finna adra presta sama Eyrindis.
 11. Ad þui christiliga banni sie framfýlgt hiedan af wid alla hardsuijrada og jdrunarlausa þo suo ad bannid sie ecki a lagt wtan med radi profastzins og annara prestanna.