Pontus rímur/12. ríma
Útlit
XII RÍMA
[breyta]Úrkast
- 1. Nú vil eg biðja ýta vera
- alla hljóða,
- meðan tólfta kveik eg kera
- Kvasirs ljóða.
- 2. Látið ása löginn dýra
- loða í eyrum,
- á meðan vér Ponto ævintýra
- eitthvað heyrum.
- 3. Hann var kóngsins höllu frá,
- so helzt á skógi;
- fyrir mæta bar hann meyjuna þrá
- af manna rógi.
- 4. Kóngsson lét sér alla múka
- eiða vinna,
- ekki munni upp að lúka
- eður af honum inna.
- 5. Við einn hann gjörði eðelmanna
- so orð að ræða,
- lét hann silki og samet þennan
- sveininn klæða.
- 6. Hest og brynju, hlífar voða
- honum réð gefa,
- sagði hann skyldi sendiboði
- sinna bréfa.
- 7. Bréfið skrifar sjálfur þá
- með sinni hendi;
- öllum skyldi eitt það fá,
- sem öðling sendi.
- 8. Svarta riddara í sverða kífi
- sig hann nefndi;
- öllum köppum, sem eru á lífi
- í eitt hann stefndi.
- 9. Allra landa listamenn
- hjá Lostabrunni
- gjöri að koma göfugir senn
- að grænum runni.
- 10. Svört munu höldar hitta tjöld
- með hvítum dröfnum;
- þar munu þakin þeirra spjöld
- af þessum nöfnum.
- 11. Þar mega fríðan friðarboða
- finna á ræðum;
- lukku hjólið hvítt má skoða
- hans á klæðum.
- 12. "Á ríkissprota hann mun halda
- í hendi sinni
- og svo nöfnum yðvarra spjalda
- öll í minni."
- 13. Í hvíta dögun skyldi frægðar
- burtreið byrja;
- þar mun ekki vonin vægðar
- vera að spyrja.
- 14. Mánadag hvörn um príma tíð
- sig prúðir tjái;
- hann skal greina hvör sig fríður
- hafi á stjái.
- 15. Friðarboðinn vill honum vísa
- á völlinn víða;
- þann mun hitta hvörn sem prísar
- hamingjan fríða.
- 16. Þar má líta riddarann svarta
- ríða af skógi;
- hann mun bera hlíf so bjarta
- í hjörva rógi.
- 17. Sá mun herra hvörjum einum
- burtreið bjóða;
- þrír skulu ríða rétt með greinum
- við riddarann góða.
- 18. Ekki skal sá frægðar fundur
- fyrri linna
- en annarhvör gjörir auðar lundur
- yfir að vinna.
- 19. Hvör sem slysið heldur fær
- sá herrann góði,
- fegurstu sig hann frú eður mær
- fram fanginn bjóði.
- 20. Hann skal henni hlýðni tjá
- í hvörs kyns máta
- og þjónustu alla þá
- með yndi að játa.
- 21. Svarta riddara segi hann kveðju
- svinnri brúði
- og so þar með alla gleði,
- sem áður trúði.
- 22. Ef svarta riddara einhvör sigrar
- seggurinn gildi,
- hann má senda hetju vigra
- hvört sem vildi.
- 23. Að ári liðnu skulu allir
- aftur mætast;
- í hófi því skal heiðurinn snjallur
- hvörjum bætast.
- 24. Hvör sem burtreið bezt má hrósa
- í benja sulli,
- hann mun lenzu og kórónu kjósa
- af klára gulli.
- 25. Hvör með sverði vinnur sigur
- sá skal hljóta
- gullkórónu og glæstan vigur
- til gleðibóta.
- 26. Sveinninn fór að finna þá,
- sem frægstir vóru;
- leitar hann um lönd og sjá
- þar lýðir fóru.
- 27. Þessum stefndi listamaður
- að Lostabrunni;
- bjó sig hvör einn bragna glaður
- sem bezt hann kunni.
- 28. Langa gjörðu lýðir för,
- sem lysti að stíma,
- allir að lýta álma bör
- þá um þann tíma.
- 29. Flykktist þangað fjöldi manns
- úr flestum löndum;
- gildir báru grænan krans
- með gylltum röndum.
- 30. Stoltir riddarar stefndu heim
- og stigu af hestum;
- friðarboðinn fagnar þeim
- með fögnuð mestum.
- 31. Styrkvan fundu stallara þann
- er stálin bendi;
- ríkissprotann hafði hann
- í hægri hendi.
- 32. Fékk í tjöldum fæðu mönnum,
- fóður hestum;
- var þar alls kyns veitt að sönnu
- af vilja beztum.
- 33. Á skálum gulls þeir skenktu vín,
- sem skatnar vildu;
- villubráðin veittist fín
- af vilja mildum.
- 34. Nú skal segja bragnar bjuggust
- burtreið heyja;
- það mun fregna af frúnum dyggvust
- falda eyja.
- 35. Mándags að morgni einum
- menn sig tygja;
- hugsar margur af herrum og sveinum
- hreysti drýgja.
- 36. Flugéls tjaldið sáu þeir svart
- og sett með steinum;
- glóaði það með gullið bjart
- og geislum hreinum.
- 37. Af sögðu tjaldi riddara svarta
- sáu þeir ganga;
- þessi burgis ber so bjarta
- brynju spanga.
- 38. Hefur hann staup í hendi eitt
- af hreinu gulli;
- það hefur hamingjan hilmir veitt
- í hjörva sulli.
- 39. Þar með jós hann vatni um grund
- sem víðast kunni;
- leið yfir myrkur langa stund
- hjá Lostabrunni.
- 40. Fjölga tóku ferlig undur,
- en foldin stundi;
- hugðu flestir heimurinn sundur
- hrynja mundi.
- 41. Myrkrið tók að minnka senn
- og móðan hvíta;
- furðar þetta flesta menn,
- þá firnin líta.
- 42. Fuglar komu flestir aftur
- að fögrum runni;
- þokunnar var þrotinn kraftur
- þessum brunni.
- 43. Stolti riddarinn stígur á bak
- með stími nógu;
- sveinar veita vopna tak
- til víga dógu.
- 44. Hans var hestur sterkur og stór
- í stríð að skeiða;
- greyptur er hvör af gulli skór,
- með glæstum reiða.
- 45. Þessi hestur fríður þakinn
- flugéls pelli;
- hann sá enginn nokkur nakinn
- niður að velli.
- 46. Dýr er reiði döglings settur
- dýrum steinum;
- hann má heita hofmann réttur
- í hvörjum greinum.
- 47. Hjálmur og skjöldur skein sem sól
- á skelfi vigra;
- þann mun styðja hamingju hjól,
- sem hann skal sigra.
- 48. Hefur sá spjót í hendi eitt
- af hörðu stáli;
- greint er það muni glaðél beitt
- ei gjört af táli.
- 49. Spenna fætur sporar með gull
- á spillir hringa;
- honum dæmist hefðin full
- til heiðurs þinga.
- 50. Svarti riddarinn veik fram vegar,
- vendur hringu;
- skaut þá margri skræðu þegar
- skelk í bringu.
- 51. Nú er hann kominn á víðan völl
- að vinna hreysti;
- skjálfa grundir, skógar og fjöll,
- þá skeiðið þeysti.
- 52. Og nú segir, að Vernarð fyrstur
- vill út ríða;
- hann var mjög á heiðurinn lystur
- hart að stríða.
- 53. Tekur hann nú að tygjast fljótt
- og treystir megni;
- hleypur í söðulinn heldur skjótt
- sá hringa slegni.
- 54. Burtstöng þrífur báðum höndum
- brjótur fleina;
- hentar valla hvössum röndum
- hann að skeina.
- 55. Ef nú finnur ekki þann,
- sem að honum nægir,
- hvar mun hitta hér þann mann
- hans hreysti lægir.
- 56. Renna saman á reiðar dýrum
- riddarar bráðir;
- eykst af fundi ekki hýrum
- öngvar náðir.
- 57. Er það líkast eftirdæmi
- af útreið mestri,
- sem önnur reið eða elding kæmi
- af austri og vestri.
- 58. Látum þessa leikast við
- í löngu tómi;
- nú er eg fús að finna grið
- að fólksins dómi.
- 59. Mæðist ræðan mér nú hér
- að mæla lengur;
- hverfur erfi og hróðrar ver
- og Hrumnings fengur.
- 60. Læt eg þrætu Lóðins hér
- að lyktum falla;
- takið laka tólftu þér
- upp talda alla.
Heimild
[breyta]- Grímur M. Helgason (ritstj.) (1961). Rit Rímnafélagsins X : Pontus rímur. Reykjavík: Rímnafélagið.