Sofa urtu börn

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Sofa urtu börn
höfundur Sveinbjörn Egilsson
Sofa urtu börn
á útskerjum,
veltur sjór yfir,
og enginn þau svæfir.


Sofa kisu börn
á kerhlemmum,
murra og mala,
og enginn,enginn,enginn þau svæfir.


Sofa grýlu börn
á grjóthólum,
urra og ýla,
og enginn þau svæfir.
Sofa bola börn
á báshellum,
moð fyrir múla,
og enginn þau svæfir.


Sofa manna börn
í mjúku rúmi,
bía og kveða
og pabbi þau svæfir.