Stenka Rasin

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
villa í sniði: ekki fjarlægja auðar breytur (sjá nánar í skjölun sniðs.
Stenka Rasin
höfundur Dmítríj Sadovnikov
Þýðing Jóns Pálssonar frá Hlíð (1892-1938) á ljóði Sadovnikovs (1847-1883) um kósakkaleiðtogann Stenka Rasín (1630-1671).
Stenka Rasín siglir á Volgu. Málverk eftir Boris Kustodiev (1878-1927).
Norður breiða Volgu vegu
veglegt fer, með þungum skrið,
skipaval, mót stríðum straumi,
Stenka Rasins hetjulið.


Fremstur stendur frægur Rasin,
faðminn opnar blíðri snót.
Kærleikshátíð heldur Rasin,
hlýnar sál við ástarhót.


Læðist kurr um kappaskarann,
kempan sveik vort bræðralag.
Eina stund með ungmey var hann,
ástarbljúgur sama dag.


Aldrei beiskan hug né hatur
hver til annars bárum vér.
Móðir Volga bjarta brúður
besta hnoss mitt gef ég þér.


Volga, Volga, mikla móða,
móðir Rússlands ertu trú.
Aldrei djarfir Don-Kósakkar
dýrri gjöf þér færðu’ en nú.


Hví er þögn, þér hljóðir standið,
hefjið dans og gleðimál.
Hefjum forna frægðarsöngva,
friður sé með hennar sál.