Tíminn

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

eftir Pál Ólafsson

Tíminn mínar treinir ævistundir.
Líkt sem kemba er teygð við tein,
treinir hann mér sérhvert mein.


Skyldi hann eftir eiga að hespa, spóla
og rekja mína lífsins leið,
láta í höföld, draga í skeið?


Skyldi hann eftir eiga að slíta, hnýta,
skammel troða, skeið að slá,
skjóta þráðum til og frá?


Skyldi hann eftir eiga mig að þæfa,
síðan úr mér sauma fat,
síðast slíta á mig gat?


Skyldi hann eftir eiga mig að bæta?
Það get eg ekki gizkað á,
en gamall held eg verði þá.