Tófukvæði

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Wikipedia merkið
Á Wikipediu er umfjöllun um Tófukvæði.

Tófukvæði er norrænn vikivaki.

Lagið er að finna á hljómdisknum Raddir sungið af Brynjúlfi Sigurðssyni.


Tófa situr inni
leggjum land undir fót
ól hún barn við Birni
á Danamót
og dans vill hún heyra


Ól hún eitt og ól hún tvö
leggjum land undir fót
bæði kenndi hún Birni þau
á Danamót
og dans vill hún heyra


Hún þorir ekki að fæða
leggjum land undir fót
fyrir reiði bræðra
á Danamót
og dans vill hún heyra


Hún þorir ekki að fæða
leggjum land undir fót
fyrir reiði feðra
á Danamót
og dans vill hún heyra


Tekur hún barn og vefur í dúk
leggjum land undir fót
og kastar því á strætið út
á Danamót
og dans vill hún heyra


Þar kom að einn arkarhrafn
leggjum land undir fót
hann tók það hið bjarta barn
á Danamót
og dans vill hún heyra


Hrafninn flaug svo víða
leggjum land undir fót
sá hann skipið skríða
á Danamót
og dans vill hún heyra


Hrafninn sest á siglutré
leggjum land undir fót
en barnið féll í greifans kné
á Danamót
og dans vill hún heyra


Tekur hann barn og horfir á
leggjum land undir fót
lítil fylgja þér móðurráð
á Danamót
og dans vill hún heyra


Það sé ég á þínum linda
leggjum land undir fót
að þín kann móðirin reyfi að binda
á Danamót
og dans vill hún heyra


Það sé ég á þínum lófa
leggjum land undir fót
að þín er móðirin Tófa
á Danamót
og dans vill hún heyra


Það sé ég á þínum augum
leggjum land undir fót
að þinn er faðirinn greifi
á Danamót
og dans vill hún heyra