Til gleðinnar

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Til gleðinnar
(eftir Friedrich Schiller)

Fagra gleði, guða logi,
Gimlis dóttir, heill sé þér!
Í þinn hásal hrifnir eldi,
heilög gyðja, komum vér.
Þínir blíðu töfrar tengja
tískan meðan sundur slær;
allir bræður aftur verða
yndis-vængjum þínum nær.