Viltu fá minn vin að sjá?

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Viltu fá minn vin að sjá?
höfundur Jóhann Sigurjónsson
Viltu fá minn vin að sjá?
Sveininn þann sem ég ann?
Fríðari engan finna má,
sem fögru sverði brá.


Ég hefi brosaðaugu mín af unaði brosað hefi ég augu mín af unaði blá.
Viltu heyrahans ljúflingsljóð?
Röddin skær, blíð sem blær.
Við hans fyrsta ástaróð í æðum brann mér glóð.
Varir mínar vinurinn kyssti rauðar,
vinurinn kyssti varir mínar rauðar sem blóð.