Wikiheimild:Höfundaréttur

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Eins og á öðrum verkefnum Wikimedia eru verk notenda Wikiheimildar gefin út samkvæmt frjálsum afnotaleyfum, þ.e. Creative Commons Tilvísun-DeilaEins 3.0 og GFDL. Það þýðir í stuttu máli að notendurnir veita hverjum sem er almennt leyfi til þess að afrita verk sín, deila þeim áfram og að breyta þeim með einföldum skilmálum. Frekari umfjöllun um það hvað felst í frjálsum afnotaleyfum er að finna á Wikipediu.

Wikiheimild hefur þó sérstöðu á meðal verkefna Wikimedia að því leyti að hún gengur ekki jafn mikið út á höfundaverk notenda vefsins heldur að safna saman áður útgefnum verkum sem annað hvort eru laus undan höfundarétti eða hafa verið gefin út með frjálsu afnotaleyfi. Þessi verk eru frumtextar sem birtir eru í sinni upprunalegu mynd (stundum með smávægilegum breytingum notenda) og Wikiheimild á ekki meira tilkall til þeirra en hver annar. Textar sem ekki eru háðir höfundarétti eru í almenningi, þeir eru hluti af sameiginlegum þekkingarbrunni mannkyns.