Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Ég skal ljá þér blóðrauða dulu

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Ég skal ljá þér blóðrauða dulu“

Þegar mæður bera út börn sín og hylja þau þar sem þau finnast ekki aftur verður úr þeim vofa sem kallast útburður. Þegar þeir sjást eru þeir líkastir hrafni eða einhvurjum fugli og reisa sig upp á annað knéð og aðra höndina og flaksast svo áfram. Litur á þeim fer eftir lit tusku þeirrar sem um þá er vafið. Ef maður sér útburð skal maður elta hann hiklaust og flýr hann þá til móður sinnar um síðir. Útburðir væla mikið undan óveðrum, en sjaldgæft er þeir tali nokkuð. Þó er sagt að einu sinni hafi útburður komið á kvíavegg til móður sinnar og kveðið þetta:

Móðir mín í kví, kví,
kvíddú ekki því, því,
ég skal ljá þér blóðrauða
dulu mína dans í.