Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsögur, ritstjórn Jón Árnason
Annar flokkur: Draugasögur

Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Draugasögur eru þær sem af draugum ganga eða hafa gengið, en draugar eru dauðir menn er trúað hefur verið að væri á reiki eftir að þeir eru dauðir eða grafnir. Munnmælasögur um drauga skiptast eftir eðli sínu í tvo aðalflokka og eru í fyrra flokki sögur um afturgöngur er annaðhvort af sjálfsdáðum eða einhverri annari ástæðu, manna tilverknaði nokkrum eða slíku, eru á reiki eftir dauðann, en í hinum síðara flokki eru sögur um uppvakninga sem þá eru um leið sendingar. Eru það nálega ávallt dauðir menn sem aðrir vekja upp í lifandi lífi með töfrum til að hafa þá sér til ýmsrar þjónustu. Vart kemur nokkur sú draugasaga fyrir að ekki eigi hún heima í öðrum hvorum þessara flokka og því þykir réttast að fylgja þessari flokkaskipan í sögum þeim sem hér koma á eftir. En þótt þetta séu aðalflokkarnir þykir ekki illa hlýða að bæta enn við þriðja flokkinum og eru það sögur um fylgjur því þær hafa nokkuð sérstakan blæ á sér þó einnig megi vel hlýða að láta slíkar sögur fylgja öðrum hvorum hinna fyrrnefndu flokka eftir efninu.

Afturgöngur[breyta]

Um útburði[breyta]

Eðli drauga, vökumenn og útburðir[breyta]

Um nýdauða menn[breyta]

Voveiflega dánir menn segja til sín[breyta]

Dauðir menn kvarta yfir meðferðinni[breyta]

Draugar herma loforð á lifendur[breyta]

Dauðir menn hatast við lifendur[breyta]

Fépúkar[breyta]

Fólgið fé[breyta]

Ástir og hatur drauga[breyta]

Þrjár draugasögur[breyta]

Aðrar draugasögur[breyta]

Uppvakningar eða sendingar[breyta]

Fylgjur[breyta]

Hamaskipti[breyta]

Mannafylgjur og aðsóknir[breyta]

Dauðra manna vofur[breyta]

Ættardraugar, Mórar og Skottur[breyta]

Bæjardraugar[breyta]