Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Böðvarshóla- eða Gauksmýrar-Skotta

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Böðvarshóla- eða Gauksmýrar-Skotta

Hún er uppvakningur eins og hinir draugarnir[1] og var send að Böðvarshólum og Gauksmýri. Átti hún að vera á bæjunum á víxl og verður því jafnan að fara á milli þeirra. Á seinni tímum hafa menn stundum þókzt sjá hana í för með Hörghóls-Móra og Litluborgar-Topp. Hafa þeir þá leitt hana á milli sín og er hún nú gengin upp að knjám.


  1. Þ. e. Litluborgar-Toppur og Hörghóls-Móri.