Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Peningasteinn á Gálgaflöt

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Peningasteinn á Gálgaflöt

Fyrir innan Arnheiðarstaði í Fljótsdal stendur stór steinn á svonefndum Gálgaflöt, sem tekur nafn af þjófum er þar vóru eitt sinn hengdir. Undir þessum steini á að vera fólgin peningahálftunna, en enginn maður hefur enn vogað að grafa eftir henni fyrir þá sök að þrír loftandar eiga að vera settir til að geyma hálftunnuna svo enginn maður geti notað sér hana.