Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Hljóð í kirkjugarðinum í Grímsey

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason

Einu sinni var stúlka sem Anna hét grafin í Miðgarðakirkjugarði í Grímsey. Kvöldið sama heyrði einhver sem úti var eða út kom veinhljóð þrjú í kirkjugarðinum. En um það var ekkert skeytt frekar og hefur Ólafur svo frá sagt að sér verði sú saga lengst í minni.