Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Birnir í sendingum

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Birnir í sendingum

Jón höfuðsmaður á Oddsstöðum á Sléttu átti óvin á Langanesi. Í nítján ár samfleytt sendi Langanesbóndinn honum björn – á þann hátt að hann seiddi hann á land upp á Sléttu og sendi hann til höfuðs Jóni höfuðsmanni. En Jón höfuðsmaður átti fola sem hann ól á töðu og magnaði með kunnáttu sinni. Lá hesturinn alla jafna við opið húsið og gat stokkið út hvenær sem vera skyldi, enda gjörði hann það trúlega ávallt þegar bangsi kom og vann á þeim öllum nítján. Þá andaðist Langanesbóndinn og varð aldrei vart við birni þessa síðan.