Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Þorvarður á Leikskálum

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Á Leikskálum í Haukadal bjó lengi bóndi sá er Þorvarður hét; deyði hann þar gamall, og dreymir Guðmund bróður hans litlu eftir lát Þorvarðar að honum þykir hann koma til sín óblíður í skapi og segja að sér liði nú ekki vel og gyldi hann þess að hann af ásettu ráði hefði spornazt við að eiga fleiri börn en einn son.