Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Dapur er dauðinn kaldi
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
„Dapur er dauðinn kaldi“
„Dapur er dauðinn kaldi“
Fyrir tveimur árum drukknuðu margir menn af skipi milli lands og Eyja. Voru þeir úr Mýrdal og undan Eyjafjöllum, en ætluðu að róa í Eyjunum um vertíðina. Gjörði hvasst útsynningsél um kvöldið og þá hugðu menn þeir hefðu farizt. Um nóttina dreymdi kvenmann undan Fjöllunum að einn maðurinn kæmi til sín. Hann kvað:
- „Mjög var órótt þá að dró nótt.
- Dapur er dauðinn kaldi.
- Mig þar að bar sem margur var
- á lifandi manna landi.“