Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Dauðra manna fylgjur

Úr Wikiheimild

Það ber stundum við þegar einhver deyr að annaðhvort þar sem hann deyr eða annarstaðar sést vofa nokkur eða andi. Vofa þessi er ljósgrá og oftast í aflangri strókmynd. Hún sést ekki nema í myrkri. Hún líður til þangað sem loftstraumurinn ber hana; engum gerir hún mein. Þetta er dauðs manns fylgja.