Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Bíddu hérna, Garún, Garún

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
„Bíddu hérna, Garún, Garún“

Einhvern tíma fann unnusti nokkur heitmey sína; ekki er getið um hvað maðurinn hét, en hún hét Guðrún. Þetta var snemma veturs. Gjörði hann þá ráð fyrir að sækja hana til kvöldsöngs á jólamessu án þess að hafa þann fyrirvara: „ef guð lofar“. En skömmu seinna dó maðurinn. Aðfangadagskvöld jóla var Guðrún stödd úti. Kom þá unnusti hennar ríðandi á bleikföxóttum hesti og greip til hennar og setti hana að baki sér og reiddi hana til kirkju og hleypti yfir garðinn. Mælti hann þá: „Bíddu hérna, Garún, Garún, meðan ég flyt hann Faxa, Faxa, út fyrir garða, garða.“ Í sama bili var tekið í klukkuna og fór þá draugurinn í jörð niður, en Guðrún slapp.