Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Eldar í Hraunsstaðamýri

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Eldar í Hraunsstaðamýri

Í Hraunsstaðamýri hjá Stað á Reykjanesi hafa sézt eldar brenna yfir Þorskafjörð frá Hallsteinsnesi. Í þeirri mýri var Jón nokkur frá Fjóskoti sem enn lifir einu sinni á ferð í vondu veðri og dimmu. Fann hann að eitthvað sem hann ekki átti von á varð fyrir fæti hans; hann þreifaði fyrir sér með hendinni og fann að það var ketilhalda. En með því maður sá þykir ekki hafa stigið í vitið braut hann aðeins hölduna af katlinum og hafði hana heim með sér. En það kom honum ekki til hugar að setja neitt merki þar sem hann fann hölduna til þess að vitja þangað aftur. Þegar hann kom heim að Stað og sagði frá því sem fyrir hann hafði borið átaldi séra Friðrik hann sem þá var þar prestur[1] fyrir það að hann hefði ekki tekið féð, en þá var of seint viðgjörða.


  1. [Jónsson] frá 1830 til þess hann dó 1840.