Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Útburðarvæl
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Útburðarvæl
Útburðarvæl
Til útburða hafa menn þókzt heyra söng eða gaul frá fyrri tímum til nálægra, enda ennlifandi menn, fyrir stórviðrum, en enginn veit ég hafi nokkuð eftir þeim nema þetta sem þó er óvíst hvar eða hvönær upp kom:
- Kopp átti, kirnu átti ég,
- reisa átti ég bú,
- til manns var ég ætlaður
- ekki síður en þú.