Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Stofudraugurinn á Bakka

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Stofudraugurinn á Bakka

Á Bakka í Öxnadal er gömul stofa er staðið hefir yfir hundrað ár. Orð hefir leikið á því að reimt væri í þeim skála og hafa ferðamenn stundum þókzt sjá í draumi stóran mann á grænum frakka. Einu sinni sem oftar var þar maður nótt er Hallgrímur hét; hann háttaði í stofurúminu og dró fyrir rúmtjaldið. En þegar hann er nýlagztur út af og reis upp við herðadýnu heyrir hann gengið eftir stofugólfi og ýtt frá rúmtjaldinu og heyrir hringlið í hringunum, og allt í einu er lagzt ofan yfir hann þveran. Hann rís þá upp og fer ofan úr rúminu og leitar um alla stofuna og finnur engan mann, því hann hélt í fyrstunni það vera einhvern úr bænum, en stofan var læst af að innan.