Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Ástir og hatur drauga (inngangur)

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsögur, edited by Jón Árnason
Ástir og hatur drauga
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Eftir þenna útúrdúr um fólgið fé komum vér þá aftur til þeirra sagna um drauga sem hafa gengið aftur af öðrum ástæðum en til að vitja fjár síns, og sjáum vér að hjá þeim afturgöngum ræður ávallt annaðhvort ást eða hatur er þær leitast við að koma fram eftir dauðann, en það er undir hinum ytri kringumstæðum komið að hvað miklu leyti slíkum geðsástríðum verður framgengt. Þess konar sögur sýna nógsamlega að hinn sami skapofsi sem manninum var eiginlegur í lífinu fylgir honum einnig eftir dauðann bæði til að gjöra öðrum mein og til að ná létti sínum er afturgöngur þóttust aflagabornar ofanjarðar.