Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Griðungurinn á Klifá

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Það bar til á Hallormsstað í fyrndinni að þar var drepinn griðungur, og sem það var búið hlupu menn inn að búa skyndilifrina til, en gættu ei að órist var fyrir á nautinu og fætur þess ei dregnir úr liðum. En sem sláturmennirnir kómu út á hlaðið sáu þeir að boli var kominn á fót og hélt fram fyrir tún. Veittu menn honum eftirför allt fram að Klifá. Þar hljóp hann undir steinboga þann sem er á ánni. Snöru þá mennirnir heim aftur við svo búið. En griðungurinn er sagður enn í dag undir steinboganum á henni Klifá.