Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Barnaber

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason

Einu sinni var kona ein heima hjá ungbarni á jólanótt, en hitt fólkið fór til kirkju. Sat hún við ljós upp á þverpalli og las húslestur. Þá heyrði hún þrusk í göngunum og kom inn á baðstofugólfið naut mjög ógurlegt, flogið ofan að knjám og dró eftir sér húðina. Leitaði það við að komast upp á pallinn. Konan lét þá guðspjallið blasa móti nautinu og bandaði bókinni móti því. Staðnæmdist það þá á gólfinu og hristi sig. En þarna hafðist nautið við hvað gott sem konan hafði yfir þangað til hún fór loksins að raula Barnaber. Þá hvarf nautið.