Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Mussumaðurinn í Útskálakirkjugarði

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Einu sinni var grafið í Útskálakirkjugarði, sem þá var orðin timburkirkja, norðanmegin við blöðin undir kirkjunni miðja vega. En er þeir voru búnir að stinga upp fyrstu pálstorfurnar verður graftarmönnum heldur en ekki bilt við, því þar undir lá maður með hatt á höfði og parrugg, í mussu svart[r]i og sortuðum stuttbrókum og mórauðum sokkum. Hann leit upp á þá; þeir lögðu niður torfurnar og grófu annars staðar.