Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Prestskonan
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Prestskonan
Prestskonan
Einu sinni var prestskona grafin einhverstaðar í kirkjugarði. Um kvöldið eftir kom út vinnumaður á sama kirkjustað og heyrði hljóð úti í garði. Tók hann sér þá reku í hönd og fór að grafa í skyndi. Þegar hann var kominn ofan í miðja gröfina heyrði hann annað hljóðið. Hraðaði hann sér nú sem mest hann mátti því það er almenn sögn að lík séu liðin undireins og þau hafi hljóðað þrjú hljóð. Náði hann svo líkinu og bar það inn. Síðan lifnaði konan við aftur.