Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Móðir mín í kví, kví (2)

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Móðir mín í kví, kví“

Móðir nokkur kastaði barni sínu einhvern tíma út í flagpælu nokkra skammt frá kvíum. Sumarið eftir, nokkru fyrir réttir, átti að halda víkivaka um nótt að kirkju nokkurri og ætlaði kvensnift þessi þangað, en fékkst mjög um það að hún hefði ekki næg föt. Morguninn næsta fyrir dansfundinn var hún að mjólka ær í kvíum. Kom útburðurinn þá á kvíavegginn og kvað:

Móðir mín í kví, kví,
kvíddu ekki því, því.
Ég skal ljá þér duluna mína að dansa í.

Sló hann síðan tuskunni í andlit henni. Missti hún sjónina og var blind síðan.