Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Fagrihóll
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Fagrihóll
Fagrihóll
Ekki alllangt frá Stykkishólmi er hóll sá er kallaður er Fagrihóll. Í honum er sagt að grafin séu auðæfi hins forna Helgafellsklausturs. Einu sinni var reynt að grafa í hólinn og þegar graftarmennirnir voru komnir býsna djúpt sýndist þeim Helgafellskirkja standa í björtu báli; hlupu þeir þangað til að slökkva eldinn. Síðan var byrjað að grafa í annað sinn; þótti þeim þá sem vopnaðir menn kæmu upp úr jörðinni og ógna sér dauða ef þeir hættu ekki að grafa. Eftir það fengust ekki innlendir menn framar til að grafa í hólinn svo þá voru fengnir til þess Danir, en sú tilraun var árangurslaus.