Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Starkaðsver (1)

Úr Wikiheimild

Starkaðsver heitir á framanverðum Gnúpverjaafrétti og stendur stór steinn einstakur í verinu og heitir Starkaðssteinn; er sagt að nafnið sé svo til orðið að Starkaður hafi maður heitið frá Stóruvöllum í Bárðardal er hafi átt unnustu, sumir segja á Stóranúpi, en sumir á Þrándarholti í Gnúpverjahrepp. Einu sinni sem oftar fór hann að finna hana, en varð úti sökum illveðurs og þreytu í verinu undir steininum, alveg á réttum vegi. Um sama leyti dreymdi heitmeyju hans að Starkaður sinn kæmi til sín og kvæði:

„Angur og mein fyrir auðarrein
oft hafa skatnar þegið;
Starkaðs bein und stórum stein
um stundu hafa legið.“