Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Jón prestur á Auðkúlu

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Jón prestur[1] reið frá Svínavatni seint um kvöld og ætlaði heim um nóttina. Hann var einn og var honum boðin fylgd, en hann vildi eigi og sagði að engi kæmist yfir skapadægur sitt. Ekki kom hann heim um nóttina. Var hans þá leitað daginn eftir og fannst hann eigi. Vök sást á vatninu og á vakarbarminum lá hattur prests og starkóngur af beizli hans. Þóttust menn þá sjá að þar hefði hann í farið og það að hann mundi hafa upp komizt einu sinni, en svo farið niður aftur. Margir hafa síðan séð hann á ferð og ríður hann þá hesti þeim er hann drukknaði á; eins sjá óskyggnir menn sem skyggnir. Engum gerir hann mein, en sjáist hann á ferð með presti þá er sá prestur skammlífur.


  1. Jónsson (1772-1817), prestur á Auðkúlu frá 1803.