Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Ýluþúfur og Stelpusteinn

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Ýluþúfur og Stelpusteinn

Austanvert í túninu í Laxárholti er almæli að verið hafi blóthof; vottar þar enn fyrir tóftinni. Þar eru þúfur aflangar og grjót undir. En sunnan til í sama túni eru þúfur tvær langtum hærri en aðrar; þær eru kallaðar Ýluþúfur. Á milli þeirra er sagt að sé útburður og hafi oft heyrzt ýlfrið í þeim og því hafi þær fengið þetta nafn. Annar útburður er sagt að sé undir Stelpusteini sem er steinn einn á landamerkjum milli Laxárholts og Skálaness.